102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Hjúkrunarfræðingar, nú fer hver að verða síðastur//

 

 

Eins og vonandi flestir hjúkrunarfræðinga vita stendur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (F.í.h.) um þessar mundir fyrir könnun á viðhorfum félagsmanna til starfsemi félagsins og þjónustu.  Markmiðið er að kanna afstöðu félagsmanna til þjónustu F.í.h., tímaritsins, símenntunar og orlofsmála.  Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmdina.  Könnunin nær til nánast allra félagsmanna F.í.h.  Niðurstöður könnunarinnar eru mikilvægt tæki til að móta framtíðarstefnu félagsins og því til hagsbóta fyrir alla félagsmenn.  Könnunin er nafnlaus og við úrvinnslu verður þess gætt að ekki verði hægt að rekja neinar upplýsingar í niðurstöðum til einstaklinga.  Spurningalistinn er á netinu á slóðinni

 

www.felagsvisindastofnun.is/page/hjukrun

 

Síðasti dagur til að svara könnuninni er 10. desember.  Þeir sem ekki hafa nú þegar svarað eru hvattir til að bæta úr því og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

 

Þitt svar skiptir miklu máli

 

 


Til baka