102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

ÞORBJÖRG Jónsdóttir, fyrrum skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands er látin//

Andlát

                                                     

 

ÞORBJÖRG lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann14. desember.
Hún fæddist á Sauðárkróki 2. janúar 1917, dóttir hjónanna Geirlaugar Jóhannesdóttur húsfreyju og Jóns Þ.  Björnssonar skólastjóra frá Veðramóti, þriðja barn í hópi tíu systkina.
Þorbjörg lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands 1944. Hún

 

stundaði framhaldsnám og störf í ýmsum sérgreinum hjúkrunar hér heima, í Bandaríkjunum og á Englandi á árunum 1944 til 1953. Hún stundaði einnig nám í hjúkrunarkennslu og kynnti sér rekstur sjúkrahúsa og hjúkrunarskóla einkum á Englandi. Hún var kennari við
Hjúkrunarskóla Íslands 1948 til 1954 skólastjóri sama skóla frá 1. janúar 1954 23. mars 1983.
Hún var í stjórn Hjúkrunarfélags Íslands um tíma og átti undir lok starfsævinnar sæti í ritnefnd um „Sögu Hjúkrunarskóla Íslands“ sem kom út 1990.  Þorbjörg var heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.


Til baka