102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Úthlutun orlofsstyrkja og orlofshúsa er lokið fyrir sumarið 2007.//

Búið er að úthluta orlofshúsum og orlofsstyrkjum fyrir sumarið 2007. Bréf hafa verið send til allra sem sóttu um.   Í boði voru 330 orlofsstyrkir og 145 vikur í orlofshús.  Alls bárust 927 umsóknir. Synjun fengu 472  félagsmenn. 

 

Frestur til að ganga frá greiðslum fyrir orlofshúsin er til 14. maí n.k. eftir það verða þau hús sem ekki ganga út sett inn á orlofsvefinn og verður þar hægt að panta og ganga frá greiðslu.   Fyrstur pantar -  fyrstur fær.

 

Þó nokkrar fyrirspurnir koma á skrifstofuna varðandi fyrirkomulag á úthlutun, félagsmenn eru að spyrja eftir hverju er farið við úthlutun. 

 

Orlofssjóðurinn er með orlofsforritið Hannibal, sem úthlutar, skráir og heldur utan um allar úthlutanir allt frá sameiningu félagana  árið 1994.  Félagsmaður í starfi hjá vinnuveitanda sem greiðir í Orlofssjóðinn, ávinnur sér 12 punkta ár ári.  Við hverja úthlutun þarf að greiða fyrir með punktum, ýmist 20 p. eða 30 p. eftir tímabilum.

 

Flestir punktar á félagsmann í félaginu eru  núna 180 punktar. 

 

Í þessari úthlutun þurfti félagsmaður að eiga 83 p. til að fá orlofsstyrk.  Þeir félagsmenn sem áttu færri punkta en 83 fengu því ekki styrk að þessu sinni.  Orlofsstyrkirnir verða lagðir inn á bankareikning viðkomandi í SPRON, Hátúni, um mánaðarmótin maí/júní

 

Þeir sem fengu synjunarbréf fyrir orlofshús, stafar af því að einhver annar félagsmaður var með fleiri punkta og  sótti um sama orlofshús á sama tíma og var því með sterkari stöðu. Nánari upplýsingar gefur Soffía á soffia@hjuktun.is eða í síma 540 6407.

 

Soffía Sigurðardóttir, fulltrúi


Til baka