102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga árið 2007//

Þróun heilbrigðisþjónustu í vestrænum ríkjum kallar stöðugt á nýja þekkingu, þjálfun og skilvirk vinnubrögð heilbrigðisstarfsmanna. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Tímaskortur og aðstöðuleysi draga úr gæðum þeirrar þjónustu sem þekking og faglegar kröfur heilbrigðisstarfsmanna bjóða upp á. Hjúkrunarfræðingar hafa áhyggjur af gæðum þjónustu og öryggi sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt að gott starfsumhverfi heilbrigðisstofnana hefur jákvæð áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem veitt er.

 

Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er víða ófullnægjandi og kalla alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga (ICN) eftir umbótum á því. Örugg hágæðaheilbrigðisþjónusta er háð færni heilbrigðisstarfsmanna og starfsumhverfi sem styður við frammistöðu starfsmannsins. Skortur á aðföngum (fjármagni og mannafla) innan heilgbrigðisþjónustunnar hefur leitt til hnignunar á starfsumhverfi hennar. Þetta hefur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. Verr gengur að ráða starfsfólk og halda því í starfi, frammistaða og framleiðni stofnana er minni og það getur að lokum haft áhrif á afdrif þeirra sem nýta sér þjónustuna.

 

Koma verður á góðu starfsumhverfi innan heilbrigðiskerfisins ef ná á innlendum og alþjóðlegum markmiðum um heilsu og heilbrigði. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga munu á komandi árum halda áfram baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga í heiminum og hafa af þeim sökum stofnað alþjóðlega miðstöð fyrir mannafla í hjúkrun (International centre for human resources in nursing). Markmið samtakanna er stuðla að gæðum innan heilbrigðisþjónustunnar með því að hvetja til uppbyggingar á góðu starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Heimasíða samtakanna er www.ichrn.ch.

 

Alheimssamtök hjúkrunarfræðinga (ICN) gefa út lesefni í tilefni dagsins. Það má nálgast hér. 

 

Dagskrá 7. maí 2007

 

Ávarp

Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala-háskólasjúkrahúsi

 

Framsöguerindi

 

Tækni og umhyggja

Þorbjörg Sóley Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala-háskólasjúkrahúsi

 

Öryggi og rekstur lækningatækja

Þórður Helgason, verkfræðingur á Landspítala-háskólasjúkrhúsi

 

Tækjadagar á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði LSH

Kristrún Þórkelsdóttir, gæðastjóri á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, og Vigdís Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga

 

Drengjakór Hallgrímskirkju syngur fyrir gesti að dagskrá lokinni.

Aðgangur er ókeypis og eru allir hjúkrunarfræðingar velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Til baka