102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fulltrúaþing samþykkir að gera Guðrún Guðnadóttur, hjúkrunarfræðing að heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.//

Tillaga stjórnar til fulltrúaþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

7. og 8. maí 2007

 

 

Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið dagana 7. og 8. maí 2007 samþykkir að Guðrún Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, verði gerð að heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

 

 

Greinargerð:

 

Guðrún Guðnadóttir lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1957 og hefur því nýverið fagnað 50 ára útskriftarafmæli.  Hún lauk framhaldsnámi í geðhjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann árið 1983.

 

Guðrún starfaði fyrstu ár sín sem hjúkrunarfræðingur á skurðstofum og skurðdeildum bæði hér heima og í Danmörku.  Starfsferill Guðrúnar hefur þó að mestu leyti verið bundinn við geðsviðið en Guðrún varð hjúkrunarframkvæmdastjóri á Kleppspítala 1964.  Guðrún lét af störfum árið 1998.

 

Guðrún hefur gegnum tíðina verið virk í félagsstörfum fyrir hjúkrunarfræðinga.  Hún sat bæði í stjórn deildar geðhjúkrunarfræðinga og stjórn deildar hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra í Hjúkrunarfélagi Íslands.  Hún var í áraraðir í ritnefnd tímaritsins og hefur nú setið í stjórn öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í 11 ár.  Guðrún er af þeirri kynslóð sem þótti sjálfsagt að vinna ómæld sjálfboðaliðastörf fyrir sitt félag.  All stór hópur hjúkrunarfræðinga hittist eitt kvöld í viku, mánuðum og misserum saman og unnu að undirbúningi og birtingu hjúkrunarkvenna- og hjúkrunarfræðingatals.  Guðrún gaf þannig tíma sinn, þekkingu og elju í útgáfu allra þriggja útgáfanna þ.e. 1969, 1979 og 1992.

 

Hjúkrunarfræðingar vilja þakka Guðrúnu framlag hennar til félagsstarfa hjúkrunarfræðinga með því að veita henni þá virðingu að gera hana að heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

 

 

 

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Til baka