102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Hjúkrunarfræðingar: Við höfum fengið nóg - Hjúkrunarfræðingarnir á stærstu sjúkrastofnun Danmerkur, Region Hovedstaden, eru reiðir og örvæntingarfullir. //


Vinnuaðstæður þeirra eru ömurlegar og það kemur niður á sjúklingunum.   Hjúkrunarfræðingar í Region Hovedstaden í Danmörku reyna nú að ná sambandi við stjórnmálamenn.

Hjúkrunarfræðingarnir á stærstu sjúkrastofnun Danmerkur, Region Hovedstaden, eru reiðir og örvæntingarfullir.

Í opnu bréfi snú yfirtrúnaðarmenn hjúkrunarfræðinga á svæðinu sér beint til m.a. Anders Fogh Rasmussen (V) forsætisráðherra, Lars Løkke Rasmussen (V) heilbrigðisráðherra, stjórnar Region Hovedstaden og svæðisráðsins sem hefur æðsta stjórnmálalega valdið yfir sjúkrastofnuninni.
"Boðskapur okkar er, að núverandi aðstæður séu óþolandi og að ekkert bendi til þess að þær batni í náinni framtíð.  Eins og staðan er nú kemur það niður á hjúkrun sjúklinganna og eyðileggur hvatninguna og vinnugleðina hjá starfsfólkinuþ   Lykilvandamálið er það eru ekki nægar hendur.  Það gengur ekki lengur" segir Mette Sofie Haulrich, aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á Nordsjællands Hospital.

Fullur stuðningur
Þetta opna bréf – áður óþekkt útspil – er skrifað af Mette Sofie Haulrich og kollegum hennar á Frederiksberg og Bispebjerg Hospital, Pia Illum og Kristina Robins. Þær hafa fullan stuðning frá aðaltrúnaðarmönnum alls svæðisins.   18 trúnaðarmenn frá Bornholm til Hørsholm og Herlev – styðja framtakið og skrifa undir það.


Þetta eru hjúkrunarfræðingar sem ekki voru í samband við hvorn annan en í krafti nýja sveitastjórnaskipulagsins frá og með 1. janúar eru þau komin undir sama hatt í stærsta svæðinu: Region Hovedstaden.   Þau eru meðvituð um að þau glíma við sömu vandamál hvort sem er á lyf, skurð, handlækninga eða geðdeildum.

Berjast sem hópur
Samkvæmt hjúkrunarfræðingunum fjallar þetta allsstaðar um stress, tap af vinnugleði og djúpri örvæntingu yfir að geta ekki veitt sjúklingunum bestu hjúkrun.   Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa í vor reynt að kalla eftir viðbrögðum, m.a. með skrifum í dagblöð.  Nú er tími til kominn að sameina kraftana og berjast sem hópur segja aðaltrúnaðarmennirnir.

"Ef koma á í veg fyrir stórslys og ef Danmörk á að ráða yfir – ekki heilbrigðisþjónustu í heimsklassa heldur bara heilbrigðisþjónustu – þá er það nú sem skiptsjórinn verður að taka stýrið í sínar hendur og forða árekstri" segir í opna bréfinu.


Til baka