102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Irish Nurses Organisation (INO) og Psychiatric Nurses Association (PNO) boða algjört yfirvinnubann frá og með föstudeginum 18. maí 2007 //

Sameiginleg fréttatilkynning mánudaginn 14. maí  2007

Stjórn/Stjórnarnefnd INO/PNA ákváðu í dag að fyrirskipa félögum sínum að vinna aðeins samningsbundna vinnu frá og með næsta föstudegi þann 18. maí 2007.   Frá þeim degi munu félagsmenn fá afdráttarlausa fyrirskipun um að vinna ekki yfirvinnu eða taka aukavaktir í gegn um starfsmannaleigur.

Þessi sameiginlega ákvörðun Stjórn/Stjórnarnefndar kemur í ljósi ögrunar sem felst í hótun Heilbrigðismálastofnunarinnar (HSE) um að draga 13,16% af hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum sem eru þátttakendur í "unnið samkvæmt reglum" sl. sjö vikur.   Bæði stéttarfélögin trúa því að "unnið samkvæmt reglum"  hafi í raun aukið þann tíma sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geta eytt með sjúklingum sínum og gæði umönnunarinnar og hjúkrunarinnar sem afleiðing. Þau trúa að þeir þætti sem nú eru bannaðir séu skyldur sem hafa verið teknar sem gefnar og sem hafa lítð að gera með kjarnaþætti hjúkrunar/ljósmæðrastarfa.

Þess er vænst að yfirvinnubannið muni hafa gríðarleg áhrif vítt og breitt í allri þjónustu og að það marki mestu stigmögnun deilnanna fram til þessa. Að loknum fundinum sagði forseti INO, Madeline Spiers:

"Ákvörðun HSE um að draga af greiðslum og krefjast þess að hjúkrunarfræðingar/ljósmæður fylgi algjörlega samningum sínum, hefur vakið viðbrögð sem tryggja að þau munu ekki vinna meira en samingsbundna vinnutíma.   Hugsanlega mun HSE átta sig á því hversu mikið af framlínustörfunum eru háð góðvilja hjúkrunarfræðinga/ljósmæðra, sem fylla eyðurnar sem stafa af hörkulegu starfsmannaþaki ríkisins".

Des Kavanagh, aðalritari PNA sagði:

"PNA hefur  verið málsvari fullrar atvinnu sem öðrum valkosti í stað gengdarlausrar yfirvinnu og þeim bresti vinnuveitandans sem felst í að hyggja ekki að því ofurtrausti sem lagt er á yfirvinnu innan geðþjónustunnar.  Þessi króníska undirmönnun geðþjónustunnar mun nú ganga aftur og ásækja HSE fyrir óstjórnina".


Til baka