102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Þrír hjúkrunarfræðingar útskrifast með doktorsgráðu//

Helga Lára Helgadóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, lauk doktorsprófi frá University of Nebraska Medical Center þann 23. apríl sl. Heiti doktorsritgerðarinnar er Fræðsla fyrir foreldra um verkjameðferð barna heima eftir hálskirtlatöku (Education for parents to manage children’s pain at home after tonsillectomy). Leiðbeinendur hennar voru dr. Margaret E. Wilson ,dr. Mary Megel, dr. Julie A. Stoner og dr. Lani Zimmerman.
Þóra Jenný Gunnarsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, lauk doktorsprófi frá University of Minnesota þann 3. maí sl. Heiti doktorsritgerðar hennar er Reflexology for fibromyalgia; a case study. Leiðbeinendur hennar voru dr. Cynthia Peden-McAlpine, dr. Ruth Lindquist, dr. Mariah Snyder og dr. Mary Jo Kreitzer.
Helga Sif Friðjónsdóttir mun verja doktorsverkefni sitt þann 18. maí nk. við School of Nursing,
University of Washington. Heiti doktorsritgerðarinnar er: Exploring Factors that Influence Adolescent
Alcohol Abuse in Iceland. Leiðbeinendur hennar voru dr. Elaine Adams Thompson, dr. Karl G. Hill, dr. Jerald R. Herting, dr. Patricia Brandt og dr. Helga Jónsdóttir prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Helga, Þóra og Helga munu flytja opinn fyrirlestur í haust í tengslum við 10 ára afmæli Rsh.


Til baka