102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra //

Guðlaugur Þór Þórðarson tekur við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og er hann eini nýi ráðherrann í hópi sjálfstæðismanna. Sturla Böðvarsson verður ekki ráðherra í nýrri ríkisstjórn en tekur við embætti forseta Alþingis. Annars eru ráðherrar þeir sömu og í síðustu ríkisstjórn.

Guðlaugur Þór Þórðarson, væntanlegur heilbrigðisráðherra, sagðist hlakka til að takast á við það verkefni en það væri krefjandi. Hann sagði að þetta hefði komið sér nokkuð á óvart þótt hann hefði vonast til að fá að gegna ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn og það hefði verið ofan á.

Guðlaugur Þór sagði, að samkvæmt stefnuyfirlýsingu nýrrar stjórnar væri verið að flytja almannatryggingarnar úr heilbrigðisráðuneytinu yfir í félagsmálaráðuneytið en eftir verði sjúkratryggingar og það sem að rekstri heilbrigðiskerfisins snýr.

Hann sagði, að lengi hefði verið rætt hefði verið um að nýta kosti einkareksturs á sviði heilbrigðisþjónustu sem öðrum sviðum en ekki yrði hvikað frá þeirri grundvallarreglu, að allir geti notið þjónustunnar óháð efnahag.


Til baka