102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Nýr fræðsluvefur um vefjagigt, www.vefjagigt.is, verður opnaður á morgun.//

Nýr fræðsluvefur um vefjagigt, www.vefjagigt.is, verður opnaður á morgun á hádegi í Háskólanum í Reykjavík í Kringlunni 1, gamla Morgunblaðshúsinu, á 5.hæð.

Vefjagigt hrjáir 0,5 - 4% þjóðfélagsþegna, þannig að gera má ráð fyrir að allt að 12 þúsund Íslendingar séu haldnir þessum sjúkdómi á hverjum tíma.
Enn stærri hópur einstaklinga glímir við langvinna útbreidda verki, sem eiga sér ekki þekktar orsakir, en uppfyllir ekki greiningarviðmið vefjagigtar.

Í fréttatilkynningu segir að vefnum sé ætlað að stíga skref í átt til bættrar þekkingar á vefjagigt og bæta þjónustu við þennan sjúklingahóp. Á vefnum verða allar helstu upplýsingar um heilkenni vefjagigtar, tengda sjúkdóma og helstu meðferðir.

Upplýsingarnar eru byggðar á niðurstöðum vísindarannsókna og almennum fróðleik byggðum á reynslu vefjagigtarfólks og fagaðila sem hafa reynslu í meðferð á vefjagigt


Til baka