102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fótboltamenn í Bretlandi gefa eins dags laun til hjúkrunarfræðinga//

Frú Hertz missti móður sína vegna krabbameins þegar hún var 20 ára og upplifði þá hve mikilvægt hlutverk hjúkrunarfræðinga er innan heilbrigðisþjónustunnar. Þessi reynsla og áhugi Ms Hertz á að efla ímynd hjúkrunar og tryggja hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir störf sín fékk hana til þess hefja herferð sem hún kallar Mayday for Nurses.

 

Frú Herts fékk fótboltamenn í Bretlandi til þess að gefa eins dags laun til hjúkrunarfræðinga. Þessir fjármunir leggjast í sjóð sem er í vörslu Royal College of Nursing og hjúkrunarfræðingar geta sótt í hann. Þegar hafa safnast 750.000 pund eða 91.500.000 íslenskar krónur.

 

Hjúkrunarfræðingar í Bretlandi eru ekki allir sáttir við þessa herferð og í maí hefti Nursing Standard kemur fram sú gagnrýni að laun hjúkrunarfræðinga eigi ekki að vera háð góðgerðarstarfsemi heldur þurfi laun hjúkrunarfræðinga að endurspegla þau mikilvægu störf sem þeir vinna.

 

Heimasíða herferðarinnar er www.maydayfornurses.com


Til baka