102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Seðlabankastjórar hækka um 16,7% í launum og verða með um 1.400.000 kr í mánaðarlaun//

Af www.frettabladid.is

Bankaráð Seðlabankans ákvað á fimmtudag að hækka laun seðlabankastjóra um 200 þúsund krónur á mánuði. Launin hækka strax um 100 þúsund krónur og aftur um 100 þúsund í árslok.  Eftir hækkunina verða föst mánaðarlaun seðlabankastjóranna um 1400 þúsund krónur.
Launahækkunin var samþykkt að tillögu Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðs.
Þegar rætt var við Helga í gærkvöldi sagðist hann ekki vilja svara því í síma af hverju laun bankastjóranna voru hækkuð. Fréttablaðið yrði að senda honum skriflegar spurningar með pósti til bankans. Aðrir bankaráðsmenn sem rætt var við sögðu það hafa verið ákveðið að Helgi myndi fyrstur svara spurningum um málið.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru bankastjóralaunin hækkuð með vísan í launaþróun hjá íslensku viðskiptabönkunum og harðnandi samkeppni um starfsmenn. Af þeim sökum hafi bankastjórarnir nýlega hækkað laun nokkurra háttsettra undirmanna. Þá hafi verið komin upp sú staða að laun þessa hóps væru orðin nokkuð nærri bankastjóralaununum. Það hafi síðan leitt til þess að bankaráðið ákvað að hækka laun bankastjóranna sjálfra. Í lok sumars árið 2005 voru laun bankastjóranna hækkuð um 27 prósent, meðal annars til þess að viðhalda launabili milli bankastjóranna og millistjórnendanna. Einn sjö bankaráðsmanna í
Seðlabankanum, Ragnar Arnalds, greiddi atkvæði gegn launahækkun bankastjóranna.

 

 

 


Til baka