102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Miðstjórn BHM varar við afnámi auglýsingaskyldu //

Miðstjórn Bandalags háskólamanna samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 6. júní ályktun þar sem varað er eindregið við hugmyndum um afnám auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðs Íslands. Ályktunin vísar til frumvarps til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, en í þriðju grein frumvarpsins er lagt til að ekki þurfi að auglýsa starf ef starfsmanni innan stjórnarráðsins er boðið það.
Ályktun miðstjórnar hljóðar svo:

Miðstjórn BHM varar eindregið við því að auglýsingaskylda starfa verði afnumin innan Stjórnarráðs Íslands. Miðstjórn telur ekki að nein rök sé hægt að færa fyrir því að gefa stjórnarráðinu þessa sérstöðu og telur jafnframt hættu á að þetta verði fyrsta skrefið til að afnema auglýsingaskyldu vegna starfa hjá hinu opinbera almennt. Miðstjórn bendir á að afnám auglýsingaskyldu getur reynst alvarlegt skref aftur á bak í réttindabaráttu opinberra starfsmanna, sérstaklega hvað varðar jafnréttismál. Miðstjórn bendir ennfremur á að þessi ráðstöfun gengur þvert á þá þróun sem stefnt hefur verið að varðandi gegnsæi í stjórnsýslu á Íslandi og lýsir undrun sinni á að reynt skuli að færa klukkuna aftur á bak á þennan hátt.Til baka