102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Alþjóðleg vöntun á hjúkrunarfræðingum rædd í Yokohama í Japan//

3000 hjúkrunarfræðingar allstaðar að úr heiminum hittust í 3 daga í Japan til að ræða viðbrögð við hamförum, vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og alþjóðlega vöntun á hjúkrunarfræðingum.

Hjúkrunarfræðingarnir sem eru frá 96 löndum hittust í 3 daga um mánaðarmótin maí og júní í Yokohama í Japan á ráðstefnu með yfirskriftina "Nurses in the forefront - dealing with the unexpected." "Hjúkrunarfræðingar í fremstu víglínu - viðbrögðu við hinu óvænta) 

Ráðstefnan var undirbúin og haldin af International Council of Nurses (ICN), og meðal helstu efnana var þáttur hjúkrunarfræðinga í viðbrögðum við hamförum eða stórslysum, alþjóðleg vöntun á hjúkrunarfræðingum og vinnan við að bæta  vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga.  Samhliða ráðstefnunni voru kynntir 519 útdrættir og 487 veggspjöld.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga átti fulltrúa á ráðstefnunni.

Næsta stórráðstefna ICN verður haldin í Durban í Suður- Afríku árið 2009 og er yfirskrift hennar "Bygging heilbrigðra þjóða" 


Til baka