102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Barnaspítali Hringsins 50 ára í dag//

Barnaspítalinn fagnar 50 ára afmæli þriðjudaginn 19. júní 2007 með afmælishátíð fyrir börn.
Þann dag árið 1957 var barnadeildin á Landspítala opnuð.

Í tilefni af þeim tímamótum verður útihátíð við Barnaspítala Hringsins með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn milli kl. 12:00 og 15:00.
Þar verða grillaðar pylsur, andlitsmálun, Lalli töframaður, Hringur bangsi, Skoppa og Skrítla og leiktæki.

Bangsaspítali verður opinn milli kl. 13:00 og 15:00 en á hann geta börn á aldrinum 3 til 5 ára komið með bangsana sína ef þeir kenna sér einhvers meins. Kvenfélagið Hringurinn verður með kaffi og tertur, Stuðmenn sjá um tónlistina og Felix Bergsson kynnir.

 

 

 

 


Til baka