102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fagna sameiningu heilbrigðisstofnana //

Af www.mbl.is

Starfsfólk Heilsugæslustöðvar Ólafsvíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að sameina átta stofnanir í Heilbrigðisstofnun Vesturlands í stað fimm eins og áður var áætlað.

„Þetta skapar sóknarfæri til þróunar heilsugæslunnar í Snæfellsbæ í samvinnu við öflugt sjúkrahús á Akranesi. Við fögnum þeim möguleikum sem þetta skapar og væntum þátttöku í því starfi sem framundan er,” segir í ályktuninni.


Til baka