102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Starfsmannafélag Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi mótmælir harðlega//

Starfsmannafélag Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi mótmælir harðlega öllum hugmyndum um stórfellda sameiningu heilbrigðisstofnana, sem kynntar voru í vikunni. Engin haldbær gögn hafa verið lögð fram sem sýna að um raunsparnað sé að ræða og engin fagleg rök hafi komið fram fyrir sameiningunni. Er skoðað á stjórnvöld að endurskoða tillögurnar.

Í ályktuninni segir, að þjónusta við íbúana muni skerðast verulega og mannslífum sé stefnt í hættu. Ætlun ráðherra sé að keyra einhliða niðurskurð og skerðingu þjónustu í gegn án raunverulegs samráðs við heimamenn. Aðeins séu gefnir fáeinir dagar fyrir vinnuhópa að starfa og því litlir möguleikar fyrir fagaðila í hinum dreifðu byggðum að koma með betri tillögur en flausturslegar hugmyndir ráðuneytisins.

„Skipulagsbreytingarnar sem kynntar hafa verið eru mikil afturför og eykur ferðalög með sjúka um langan veg í misjafnri færð og misjöfnum veðrum. Það eru því mikil öfugmæli í kynningu ráðherra að hér sé verið að auka þjónustu og öryggi sjúklinga. Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi er eina sjúkrastofnunni við þjóðveg 1 frá Reykjavík til Akureyrar. Öryggi vegfarenda er skert með minni þjónustu á Blönduósi," segir í ályktuninni.

Þar er einnig spurt hvort það sé ætlun ráðherra að verðlauna stjórnendur Sjúkrahúss Akureyrar með stærra hlutverki og aukinni ábyrgð eða hvort hugsanlega sé verið að draga úr þjónustu á Blönduósi til þess að bjarga hallarekstri á Akureyri því Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi hafi verið vel rekin.


Til baka


Til baka