102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði mótmælir//

Af www.visir.is

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði mótmælir harðlega tillögum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um niðurlagningu St. Jósefsspítala og flutning á starfsemi hans, sem stjórnin segir að hafi verið lagðar fram án samráðs við hluteigandi starfsfólk og bæjaryfirvöld. Breytingin falli vel að hugmyndum ráðherrans um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Að mati stjórnarinnar felast engar trúverðugar skýringar í tillögum Guðlaugs á því hver tilgangur breytinganna sé og með hvaða hætti þær eigi að þjóna betur hagsmunum þeirra sem þurfa á þjónustu spítalans að halda eða hvernig bæta eigi upp þau verðmætu störf sem flytjast í burtu með niðurlagningu spítalans.

„Svo virðist sem megintilgangur breytinganna felist í því að þvinga núverandi starfsfólk til þátttöku í einkarekstri sem ákveðið hefur verið að skuli verða staðsettur í Reykjanesbæ og fellur vel að hugmyndum ráðherrans um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Slíkan gjörning getur Samfylkingin í Hafnarfirði ekki stutt, enda í algjörri andstöðu við þær hugmyndir sem flokkurinn hefur lagt fram um gagnsæa og vandaða stjórnsýslu, þar sem almannahagsmunir eru settir ofar þröngum eiginhagsmunum einstakra stjórnmálaflokka eða fjármagnseigenda," segir í ályktun stjórnar Samfylkingarfélagsins.

Þar segir einnig að hugmyndir ráðherrans samræmist á engan hátt þeim grunngildum sem Samfylkingin byggi tilvist sína á né stefnu Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. „...sem meðal annars kveður á um „að tryggja skuli aðgang allra að heilbrigðiskerfinu, óháð efnahag." Erfitt er að sjá hvernig umræddar tillögur auk nýlegra ákvarðana um álagningu komugjalda á þá sem þurfa á því að halda að leggjast inn á sjúkrahús, geti með einhverju móti samræmst þeirri stefnu."


Til baka