102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Leiðsögn í klínísku námi: Tenging fræða og starfs og Krabbamein: orsakir - greining - meðferð. Meistarastigsnámskeið hjá Háskólanum á Akureyri//

 

Leiðsögn í klínísku námi: Tenging fræða og starfs (3e)

 

Fyrirhugað er að halda 3 eininga (6 ECTS) námskeið á meistarastigi á vorönn 2009 fyrir háskólamenntaðar fagstéttir sem sinna leiðsögn nemenda og nýrra starfsmanna á heilbrigðisstofnunum.

 

Aðferð: Námskeiðið fylgir ákveðnum Evrópustöðlum í klínískri leiðsögn sem þróaðir voru í Leonardo verkefni sem aðilar frá sex Evrópulöndum tóku þátt í. Meðal þátttakenda voru umsjónarkennarar þessa námskeiðs fyrir hönd Háskólans á Akureyri (HA).

 

Námslýsing: Megintilgangur námskeiðsins er að fagstéttir sem sinna leiðsögn á heilbrigðisstofnunum öðlist frekari þekkingu og færni til að auðvelda nemendum og nýliðum að tengja fræði og starf.

Helstu áhersluþættir í námskeiðinu eru nám og leiðsögn, samskipti, fagmennska, námshvetjandi umhverfi og umbætur í starfi. Fjallað verður um nám og forsendur þess, áhugahvöt og námshætti og leiðsögn sem miðast við fullorðna nemendur og aðferðir við leiðsögn-listina að spyrja. Þá verður hlutverk klínísks leiðbeinenda og kennara og fræðilegt vinnubrögð kynnt. Einnig verður fjallað um þætti er stuðla að námshvetjandi umhverfi sem eru meðal annars, skipulagning og móttaka nemenda og nýliða, menning á deild, aðlögun og félagsmótun og frammistöðumat.

Í umfjöllun um samskipti verður sérstök áhersla á erfið samskipti á vinnustað milli nemenda og leiðbeinenda. Fjallað verður um þekkingu og færni í klínísku starfi, fagmennsku og siðfræði. Ígrundun er kynnt sem aðferð við að samþætta fræði og starf og við þróun samskipta. Þá verður áhersla á nýtingu gagnreyndrar þekkingar í starfi, breytingaferli, starfsþróun og ráðgjöf.

 

Námsfyrirkomulag: Fyrirlestrar og umræðutímar.

Kennt verður í þremur lotum, fjarkennt til Akraness, Egilsstaða, Ísafjarðar og Selfoss ef næg þátttaka fæst:

  1. lota. Þri. 27/1, 3/2 og 10/2 kl. 16:15-18:50 – fjarkennsla.
  2. lota. Fös. 20/2 og lau. 21/2 mæta þátttakendur í Háskólann á Akureyri.
  3. lota. Þri. 3/3, 10/3, 17/3 og 24/3 kl. 16:15-18:50 – fjarkennsla.

 

Námsmat: Einstaklingsverkefni

 

Umsjónarkennarar: Kristín Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc, lektor við HA og Hafdís Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur MSc, lektor við HA.

 

Staður: Fjarkennt frá Sólborg HA.

Verð:  55.000 kr.

 

Krabbamein: orsakir - greining - meðferð (3e)


Þriggja eininga (6ECTS) námskeið á meistarastigi á vormisseri 2009 fyrir háskólamenntaðar fagstéttir í heilbrigðisþjónustu. Nemendur geta sótt um að fá þessar einingar metnar til diplómu- eða meistaranáms við Háskólann á Akureyri (HA) eða aðra háskóla.

Námslýsing: Megintilgangur námskeiðsins er að auka fræðilega þekkingu sem nemendur geta nýtt í klínísku starfi á sviði krabbameins og líknandi meðferðar. 
Í fyrri hluta námskeiðsins verður lögð áhersla á faraldsfræði, einkenni, greiningu og meðferð algengustu krabbameina. Fjallað verður um hugmyndafræði líknandi meðferðar og hlutverk læknisins í líknandi meðferð, geislameðferð og lyfjameðferð sem meðferð við krabbameini og erfðir og krabbamein.
Í seinni hlutanum er áhersla lögð á heildræna nálgun í meðferð sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð og líknandi meðferð.

Námsfyrirkomulag:  Fyrirlestrar og umræðutímar. 
Fjarkennt til Akraness, Egilsstaða, Ísafjarðar, Hafnarfjarðar
og Selfoss ef næg þátttaka fæst.

Tími: Fim. 29. jan. til 7. maí kl.
16:15-17:55 (2 kennslust.) eða frá 16:15-18:50 (3 kennslust.) alls 33 kennslust.

Námsmat: Einstaklingsverkefni 25% og kynning í apríl 2009. Einstaklingsverkefni 75% skiladagur í maí 2009. Þátttakendur sem standast námskeiðið fá skírteini því til staðfestingar þar sem fram kemur einkunn og einingafjöldi. Einnig er mögulegt að sitja námskeiðið án þess að skila verkefnum og fá staðfesta þátttöku.

Umsjónarkennari: Dr. Elísabet Hjörleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur, dósent við HA,
elisabet@unak.is, vinnusími 460-8458. Fyrirlesarar verða sérfræðingar á sviði krabbameins og líknandi meðferðar frá Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH), Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) og Heimahlynningunni á Akureyri.

Staður: Fjarkennt frá Sólborg HA.
Verð: 60.000 kr.

 


Til baka