102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Lokun Meltingarsjúkdómadeildar St. Jósefsspítala ,Sólvangs//

Lokun Meltingarsjúkdómadeildar St. Jósefsspítala ,Sólvangs

Innsýn, fagdeild hjúkrunarfræðinga  starfandi við lungna  og meltingafærarannsóknir, fordæmir harðlega ákvörðun heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um  fyrirhugaða lokun Meltingarsjúkdómadeildar St. Jósefsspítala Sólvangs og  flutning til LSH.   

Á  Meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Sólvangs starfa öflug teymi hjúkrunarfræðinga og lækna sem framkvæma fjölmargar sérhæfðar  rannsóknir , margar þeirra eru ekki framkvæmdar annar staðar á landinu. Erfitt er að koma auga á hagræðingu eða sparnað með fyrirhugaðri aðgerð og ekkert í tillögum ráðherra sem rökstyður þann sparnað. Augljóst er að hagsmunir sjúklinga eru ekki hafðir að leiðarljósi.

Fagdeildin lýsir jafnframt furðu sinni á að ekkert  samráð var haft við fagaðila speglanadeilda , hvorki á St. Jósefsspítala Sólvangi né á LSH þegar þessar ákvarðanir voru teknar.

 


Til baka