102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Afmælisár Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga//

Þann 18. nóvember næstkomandi verða 90 ár liðin frá því fámennur hópur stórhuga hjúkrunarkvenna kom saman og stofnaði Félag íslenskra hjúkrunarkvenna.  Tilgangur félagsins var að gæta hagsmuna hjúkrunarkvenna, bæði faglegra og kjaralegra.  Hjúkrunarfræðingum hefur auðnast að starfa saman í sterkum félagsskap í bráðum 90 ár.  Enn er megin markmiðið það sama, að gæta hagsmuna hjúkrunarfræðinga og efla þá á alla lund.

Stjórn félagsins og sérstök afmælisnefnd hefur undanfarið unnið að undirbúningi  afmælisdagskrár, en ætlunin var að halda veglega upp á þessi tímamót í sögu hjúkrunar hér á landi.  Í ljósi samfélagsástandsins verður öllum hátíðarhöldum nú stillt í hóf.  Við hefjum þó afmælisárið í dag 15. janúar, því nú eru 15 ár liðin frá því hjúkrunarfræðingar stigu það gæfuspor að sameinast aftur í eitt félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.  Á næstu mánuðum mun 90 ára afmælis félagsins verða minnst í Tímariti hjúkrunarfræðinga, á vefsvæði félagsins og víðar.  Hin eiginlega afmælishátíð verður síðan í nóvember í tengslum við ráðstefnu í hjúkrun.

Ég óska hjúkrunarfræðingum til hamingju með afmæli félagsins þeirra og hvet þá til áframhaldandi samvinnu og samstöðu, nú þegar mest á reynir.

 Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður


Til baka