102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Ályktun stjórnar Fíh vegna niðurskurðar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins//

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga varar við afleiðingum þeirra sparnaðaraðgerða sem boðaðar hafa verið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Öflugt starf hefur byggst upp á þremur heilsuverndarsviðum en það eru miðstöð heilsuverndar barna, miðstöð mæðraverndar og miðstöð tannverndar. Sérþekking heilbrigðisstarfsmanna á snemmgreiningu og meðferðum hefur lagt grunn að heilbrigði barna og fjölskyldna í landinu og er sú þekking til að mynda einn af lykilþáttum þess að draga úr heilsupillandi áhrifum þeirra aðstæðna sem íslenskt samfélag býr við í dag. Hætta er á að boðaður niðurskurður muni draga úr gæðum forvarnarstarfs heilsugæslunnar sem mun auka  kostnað á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins þegar fram líða stundir.

 

 


Til baka