102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Hagrætt í rekstri félagsins//

 

 

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur nú að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.  Í ljósi ýmissa óvissuþátta í áætluninni hefur stjórnin samþykkt eftirfarandi hagræðingaraðgerðir fyrir yfirstandandi rekstrarár: Fjárveitingar vegna ímyndarverkefnis verða skertar, endurhönnun á vefsvæði félagsins frestast, ferðir vegna erlends samstarfs verða aðeins um fjórðungur þess sem alla jafna er, ekki verður ráðið í afleysingar á skrifstofu félagsins í sumar heldur verður 3ja vikna lokun í júlí tekin upp að nýju, og laun formanns hafa verið lækkuð.  Vonast stjórnin til þess að með þessu skapist svigrúm til að tryggja sem best beina þjónustu við félagsmenn.

 

 


Til baka