102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir miklum áhyggjum á fyrirhuguðum samdráttaraðgerðum á Landspítala. //

Hjúkrunarráð Landspítala ályktar um hagræðingu innan Landspítala
10. febrúar 2009

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir miklum áhyggjum á fyrirhuguðum samdráttaraðgerðum á Landspítala. Einkum hefur hjúkrunarráð áhyggjur af áhrifum þess að fækka hjúkrunarfræðingum og öðrum starfsmönnum í hjúkrun. Víða er mikil sérþekking í hjúkrun ákveðinna sjúklingahópa en hún stuðlar að betri þjónustu, auknum gæðum og síðast en ekki síst aukins öryggis sjúklinga. Hjúkrunarráð telur að við fækkun eða tilfærslu starfsfólks innan hjúkrunar muni þessi sérþekking tapast og þannig ógna öryggi sjúklinga og skerða þjónustu.


Til baka