102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga vill að staðinn verði vörður um sérþekkingu í hjúkrun //

Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vill að staðinn verði vörður um sérþekkingu í hjúkrun samhliða niðurskurði á fjárveitingum til heilbrigðismála og endurskipulagningar í heilbrigðiskerfinu.

,,Á undanförnum árum hefur skapast mikil sérhæfð þekking á hjúkrun sjúklinga með margvíslega sjúkdóma þ.m.t. krabbamein. Slík sérhæfing stuðlar að því að sjúklingum sé veitt markviss hjúkrun sem eykur öryggi þeirra og bætir líðan og lífsgæði bæði sjúklinga og aðstandenda þeirra," segir í ályktun fagdeildarinnar krabbameinshjúkrunarfræðinga.

Hjúkrunarfræðingarnir hvetja heilbrigðisyfirvöld og yfirmenn heilbrigðisstofnana til þess að tryggja að í boðuðum niðurskurði á fjárveitingum til heilbrigðismála og endurskipulagningu í heilbrigðiskerfinu verði þess gætt að sérhæfing og sérþekking í hjúkrun verði varðveitt, skjólstæðingum til heilla.

 


Til baka