102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fyrirlestur í boði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga//

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður hjúkrunarfræðingum á fyrirlesturinn "From Virtue to Knowledge: Making Nursing Credible" sem Suzanne Gordon, rithöfundur og blaðamaður, heldur miðvikudaginn 4. mars í Hringsal LSH kl. 15.00-16:30.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Fyrirlesturinn verður sendur út með fjarfundabúnaði til eftirfarandi staða: 
Sjúkrahúsið á Akureyri; kennslustofa 2. hæð
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum; stofa 1
Verkmenntaskóli Austurlands
Heilbrigðisstofnunin Siglufirði  
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

Suzanne Gordon er íslenskum hjúkrunarfræðingum að góðu kunn. Hún hélt  í samvinnu við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, vinnusmiðju með hjúkrunarfræðingum árið 2003 undir heitinu Rjúfum þagnarmúrinn „Rödd hjúkrunar“ þar sem leitast var við að efla hæfni hjúkrunarfræðinga í að greina frá störfum sínum og þeirri þekkingu sem þau byggja á. Auk þess hélt hún fyrirlestra í H.Í., H.A. og á félagsráðsfundi Fíh. Árið 2006 hélt hún fyrirlestur um hjúkrun og störf og ímynd hjúkrunarfræðinga á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði. Að þessu sinni mun hún, auk þess að halda fyrirlestra fyrir hjúkrunarfræðinga á vegum Fíh og Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði, funda með hjúkrunarstjórnendum á LSH og ímyndarnefnd Fíh þar sem rætt verður um ímynd hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga á niðurskurðartímum.

Suzanne Gordon hefur skrifað og ritstýrt bókum um hjúkrun og hjúkrunarfræðinga þar sem hún leggur áherslu á að kynna störf þeirra, innihald og mikilvægi, fyrir almenningi auk þess að hvetja hjúkrunarfræðinga til að rjúfa þagnarmúrinn og láti rödd sína heyrast í samfélaginu. Til þess að svo megi verða þurfa hjúkrunarfræðingar, í auknum mæli, að leggja áherslu á þá þekkingu sem liggur að baki störfum þeirra og að hún sé grundvöllur þess að tryggja öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir margs konar heilbrigðisvandamál, mistök og jafnvel ótímabæran dauða.

Nánari upplýsingar um Suzanne Gordon er að finna á  http://www.suzannegordon.com/

Dæmi um bækur sem Suzanne hefur skrifað og ritstýrt:

From Silence to Voice; what nurses know and must communicate to the public

Þar fjallar hún um þekkingu hjúkrunarfræðinga og hvernig þeir geti kynnt almenningi störf sín og þekkingu.

 

 

 

 

 

Nursing against the Odds þar sem hún fjallar um hvernig sparnaður í

heilbrigðiskerfinu, endurskipulag kerfisins, staðalímyndir af

hjúkrunarfræðingum og fleira geri lítið úr hlutverki og störfum

hjúkrunarfræðinga með þeim afleiðingum að það dregur úr öryggi kerfisins.

  

 

 

The Complexities of Care sem hún ritstýrir ásamt Siobahn Nelson

deildarforseta hjúkrunarháskólans í Toronto. Þar er til skoðunar hvaða

þýðingu það hefur fyrir hjúkrun að skilgreina sig sem umönnunarstéttina og

fjallað um það sem þýtt hefur verið á íslensku sem “dyggðagildran”

                                               

 


Til baka