102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Aðildargjald félaga til BHM hækkað//

Aðalfundur Bandalags háskólamanna var haldinn þann 29. apríl sl. Á fundinum var m.a. ákveðið að hækka aðildargjöld að BHM úr 0,15% í 0,17% af dagvinnulaunum félagsmanna í aðildarfélögum bandalagsins. Þá var jafnframt samþykkt að hækka það fastagjald sem innheimt er árlega af hverju félagi úr kr. 50.000- í kr. 100.000-.

 

Undanfarin misseri hefur mikil umræða farið fram á vettvangi BHM um þjónustu bandalagsins og gjöld til þess. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa lagt áherslu á lækkun þeirra gjalda sem félagsmenn greiða til BHM enda Fíh vel í stakk búið til að þjóna sínum félagsmönnum. Á ný afstöðnum aðalfundi BHM lagði stjórn Fíh til að sett yrði 11 milljóna króna þak á samanlagðar greiðslur frá félagsmönnum hvers einstaks félags. Þeirri tillögu var hafnað með öllum greiddum atkvæðum öðrum en atkvæðum fulltrúa Fíh á fundinum. Hækkun gjaldanna til BHM þýðir að heildargreiðslur félagsmanna í Fíh árið 2009 munu nema tæpum 14 milljónum króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun BHM fyrir 2009 eru áætluð aðildargjöld frá félagsmönnum aðildarfélaganna 57,6 milljónir króna. Félagsmenn í Fíh greiða því tæp 25% af öllum iðgjöldum til BHM.


Til baka