102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Áfram hagræðing en ekki uppsagnir//

Heilbrigðisráðherra dró upp dökka mynd af framtíð heilbrigðiskerfisins í ræðu sinni á ársfundi Landspítala í dag. Hann sagði uppsögn 400 starfsmanna svara til þess sparnaðar sem stjórnendum Landspítala væri gert að skila á árinu en sagði jafnframt að slík aðgerð væri ekki í kortunum nú. Hagræðingarleiðin væri hin samfélagslega ábyrga og siðlega leið. Sparnaður verði ekki sóttur í vasa starfsfólks eða með því að leggja skatta á sjúklinga eða gjöld á veikindi. Ósvarað er hins vegar hvernig Landspítali á að geta sparað um 2,6 milljarða án þess að komi til uppsagna starfsmanna.

Heilbrigðisráðherra sagðist vilja aftengja sjálfstýringu í heilbrigðisþjónustunni en ekki kom  nákvæmlega fram hvað í því felst. Þá boðaði hann aukinn jöfnuð, sem þýddi jöfnuð gagnvart sjúklingum og að auka megi jöfnuð í kjörum starfsmanna.


Til baka