102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Ný stjórn Fíh tekin til starfa //Ný stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kom saman til fyrsta fundar í gær. Stjórnin er skipuð 18 fulltrúum í samræmi við skipulag það sem samþykkt var með nýjum lögum sem tóku að fullu gildi á aðalfundi félagsins 12. maí 2009. Á fundinum var Aðalheiður D. Matthíasdóttir kjörin varaformaður félagsins, Ragnheiður Gunnarsdóttir var kjörin gjaldkeri stjórnar og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir ritari stjórnar. Þá samþykkti stjórnin stofnun framkvæmdaráðs en í því sitja auk formanns félagsins, varaformaður og sviðstjórar fagsviðs og kjara- og réttindasviðs. Næsti fundur stjórnar félagsins verður haldinn þann 23. júní.
Til baka