102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Áherslur stjórnar Fíh vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu//

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur sett fram áherslur sínar vegna þess niðurskurðar sem framundan er í heilbrigðiskerfinu. Stjórnin leggur áherslu á að öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar verði tryggt, að heilbrigðiskerfið og greiðslufyrirkomulag verði endurskoðað, að verkefnum í heilbrigðisþjónustunni verði forgangsraðað og að stofnanir verði sameinaðar. Stjórn Fíh hefur sent Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra tillögur í samræmi við ofangreindar áherslur.

 

Sjá nánar áherslur og tillögur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu.


Til baka