102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Námskeiðið Öryggi í öndvegi á Akureyri 27. ágúst nk.//

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í samvinnu við Sparnað ehf. býður félagsmönnum sínum að sækja námskeiðið Öryggi í öndvegi með Ingólfi H. Ingólfssyni á Akureyri fimmtudaginn 27. ágúst nk. Á námskeiðinu mun Ingólfur H. kynna ákveðna hugmyndafræði í fjármálum sem hann hefur verið að boða á undanförnum árum.

Félagsmenn eru hvattir til að bjóða með sér mökum, sem og vinum og ættingjum. Eftir námskeiðið verður félagsmönnum Fíh og gestum þeirra boðið að bóka einkatíma hjá ráðgjöfum Sparnaðar, þeim að kostnaðarlausu.

 

Námskeiðið og einkatímar hjá ráðgjöfum Sparnaðar eru öllum að kostnaðarlausu.

Nauðsynlegt er þó að skrá þátttöku, bæði félagsmanna og gesta þeirra, fyrir fimmtudaginn 20. águst kl.18:00.

 

Nánara fyrirkomulag verður auglýstar síðar.

 

Það er von Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að félagsmenn geti nýtt sér þetta tilboð og hafi bæði gagn og gaman af.


Til baka