102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A//

Af www.visir.is

Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. Talið er að bólusetja þurfi hvern einstakling tvisvar til að ná góðri vernd með bólusetningu og mun bóluefni því duga fyrir að minnsta kosti helming þjóðarinnar. Sóttvarnalæknir telur þessa ráðstöfun skynsamlega. Bóluefnið er hvergi til á almennum markaði í veröldinni, enn sem komið er.

Þar sem um er að ræða nýtt bóluefni verður það óhjákvæmilega af skornum skammti í upphafi og því nauðsynlegt, til að byrja með, að greina og bólusetja fólk í helstu áhættuhópum. Í þeim efnum verður stuðst við álit Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Afhending bóluefnisins er háð því hversu vel tekst til með framleiðsluna. Vonast er til að fyrstu skammtar bóluefnisins berist í september eða október 2009 og að þeir hafi allir borist til landsins í árslok. Búast má við að hluti þjóðarinnar hafi þegar smitast af veirunni þegar bóluefnið kemur hingað til lands.

Ekki er þörf á að bólusetja þá sem þegar hafa smitast því þeir fá góða vörn af sýkingunni. Bólusetningu gegn inflúensunni er ætlað að koma í veg fyrir sýkingu, en þegar eru til í landinu nflúensulyf, sem heita Tamiflu og Relenza, sem ætluð eru til meðferðar sýktra einstaklinga með alvarleg einkenni.


Til baka