102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Landspítali og Sjúkratryggingar Íslands gera með sér samkomulag//

Landspítali og Sjúkratryggingar Íslands hafa gert með sér samkomulag vegna söfnunar og flutnings á eitilfrumum frá Svíþjóð til Íslands, svo og um RFA meðferð við krabbameini í lifur. Stofnanirnar hafa jafnframt samið um bætta þjónustu við sjúklinga með Parkinsonveiki, að því er segir í tilkynningu.
Samkvæmt samningi vegna sjúklinga með Parkinsonveiki tekur Landspítali að sér að gera nauðsynlegar aðgerðir á 2 – 4 parkinsonsjúklingum í sumar þar sem grætt er rafskaut í heila sem tengd eru rafhlöðu undir húð sjúklings.

Um er að ræða þjónustu við sjúkratryggða einstaklinga sem krefst innlagnar á sjúkrahús. Landspítali leggur til sérhæfða vinnu lækna, hjúkrunarfræðinga og aðstoðarfólks auk nauðsynlegrar aðstöðu. Þessar aðgerðir voru áður gerðar erlendis á kostnað Sjúkratrygginga Íslands.
Landspítali annast RFA (radiofrequency ablation) meðferð við krabbameini í lifur fyrir sjúkratryggða einstaklinga og leggur til þess aðstöðu, starfsfólk og þjálfun ásamt nauðsynlegan búnaði. Meðferðin er veitt eingöngu vegna æxla sem er ekki hægt að skera eða meinvarpa í lifur. Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir meðferðina upp að vissu marki. Þessi meðferð var áður erlendis á kostnað Sjúkratrygginga Íslands, að því er segir í tilkynningu.

Landspítali tekur að sér meðferð sjúkratryggðra einstaklinga með hvítblæði og eitlakrabbamein. Í því felst meðal annars að LSH tekur blóðsýni úr sjúklingum sem gengist hafa undir stofnfrumuskipti og sendir í „chimerismapróf“ til Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Jafnframt sendir LSH sérþjálfaðan starfsmann til Svíþjóðar að sækja eitilfrumur vegna meðferðar á þessum sjúklingum. Fyrir þetta greiða Sjúkratryggingar Íslands, svo og söfnun eitilfrumna á Karolínska sjúkrahúsinu úr óskyldum gjafa, ef um slíkt er að ræða.


Til baka