102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Álfheiður Ingadóttir verður næsti heilbrigðisráðherra//

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, verður næsti heilbrigðisráðherra. Þetta var samþykkt á þingflokksfundi Vinstri grænna sem lauk á öðrum tímanum í nótt. „Þetta er krefjandi verkefni sem ég tek við, þegar aðstæður eru mjög óvenjulegar. En ég er ekki verkkvíðin,” sagði Álfheiður þegar mbl.is ræddi við hana á heimili hennar í nótt að fundi loknum.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gerði tillögu við þingflokkinn um að Álfheiður tæki embættið að sér og var hún einróma samþykkt. Formaðurinn bætti við að fleiri hefðu þó komið til greina, svo sem Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Mikilvægt hefði verið að tryggja kynjajafnvægi í ríkisstjórn.
 
af www.mbl.is


Til baka