102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Samráðsfundir með hjúkrunarfræðingum//

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og sviðstjóri kjara- og réttindasviðs félagsins munu á næstu vikum boða til samráðsfunda með hjúkrunarfræðingum um allt land vegna þess mikla niðurskurðar sem framundan er í heilbrigðiskerfinu. Á fundunum verður fjallað um áhrif niðurskurðar á starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og öryggi sjúklinga. Meðal annars verður farið yfir gildandi lög og reglur um breytingar á ráðningarkjörum, frávik frá kjarasamningum og viðbrögð við kröfum um óskerta þjónustu.

Næstu fundir verða á eftirtöldum stöðum:

 

-          Miðvikudaginn 14. október kl. 14:30 í kennslustofu Sjúkrahússins á Akureyri.

-          Föstudaginn 16. október kl. 14:30 í Hringsal Landspítala við Hringbraut.

-          Mánudaginn 19. október kl. 14:30 í sal Heilbrigðisstofnunarinnar á Akranesi.

 

Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að fjölmenna á fundina og fylgjast með auglýsingum um frekari fundahöld.

 

 

 

 


Til baka