102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu birt á www.skafl.is //

Athygli er vakin á að kynningarútgáfa af Alþjóðlega flokkunarkerfinu um færni, fötlun og heilsu eða ICF (International Classification of Functioning, Disability and Health) hefur verið birt á www.SKAFL.is . ICF flokkunarkerfið er gefið út af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni árið 2001. Þverfaglegur hópur á vegum heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri hefur unnið að þýðingu kerfisins skv. samningi við Landlæknisembættið.

Æskilegt er að fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu kynni sér hugmyndafræði og hugtök ICF og þýðingar í kynningarútgáfunni. Ábendingar um heppilegra orðfæri eru vel þegnar og má senda á netfangið flokkun@landlaeknir.is<mailto:flokkun@landlaeknir.is> eða bréflega til Landlæknisembættisins, merkt vegna ICF. Sjá nánar um rýni þýðingar í Talnabrunni, júlí-ágúst 2009, bls. 2 á http://landlaeknir.is/Pages/1218 Nánari upplýsingar um hugmyndafræði og almenn hugtök ICF er að finna á http://landlaeknir.is/Pages/78

 

Guðrún Pálmadóttir

Verkefnisstjóri vegna þýðingar á ICF

Dósent í iðjuþjálfunarfræði

Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri Norðurslóð, 600 Akureyri

Símar: 460-8466 / 860-3856

Netfang: gudrunp@unak.is<mailto:gudrunp@unak.is>

http://www.unak.is<http://www.unak.is/>


Til baka