102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar hjá BHM//

Þessi nýja þjónusta er samvinnuverkefni stéttarfélaga og Virk, Starfsendurhæfingarsjóðs.

Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Það er m.a. gert með því að auka virkni og efla endurhæfingu og önnur úrræði. Sjá nánari upplýsingar um Starfsendurhæfingarsjóð á www.virk.is.

Verkefni ráðgjafa er að hitta félagsmenn sem vegna veikinda eða slysa eru frá vinnu eða eiga á hættu að hverfa frá vinnu vegna veikinda.

Til að sinna félagsmönnum aðildarfélaga BHM hefur Margrét Gunnarsdóttir verið ráðin sem ráðgjafi. Hún er með aðstöðu í Borgartúni 6. Hægt er að hafa samband í síma 5812090 eða senda tölvupóst á margretg@bhm.is                                                                                                                                        

Ráðgjöfin  tekur mið af aðstæðum hvers og eins, með það markmið að viðkomandi einstaklingur  nái sem bestri færni og geti snúið til starfa á ný. Lögð er áhersla á jákvæða nálgun og gott samstarf. Ráðgjöfin er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Þjónusta ráðgjafa  felst m.a. í :

Mati á starfshæfni sem tekur mið af  heilsufarslegum jafnt sem félagslegum þáttum.

Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklingsbundinnar virkniáætlunar.

Leiðbeiningum um réttindi, greiðslur og ýmsa þjónustu.

Aðstoð frá sérfræðingum, svo sem sálfræðingum, iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, læknum, félagsráðgjöfum, náms- og starfsráðgjöfum og fleirum.

Samstarfi milli einstaklings, atvinnurekanda hans og fagaðila til að auka starfshæfni starfsmanns.

Kynningum og samstarfi við vinnumarkaðinn, stéttarfélög, trúnaðarmenn og heilbrigðisþjónustu um starfsendurhæfingu og möguleg úrræði.

Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nýta tímann í veikindaleyfi á uppbyggilegan hátt eftir getu til að viðhalda og ná sem bestri heilsu og færni á ný. Endurhæfingu er best að hefja sem fyrst í veikindaferlinu og getur þá verið gott að fá ráðgjöf og stuðning sérhæfðra fagaðila til að ná sem bestum árangri.

Kynningarbæklingur um Starfsendurhæfingarsjóð: http://www.virk.is/static/files/kynningarefni/VIRK_fjorbl._mars.2009.pdf

Dæmi um feril vegna endurhæfingar:                                  http://www.virk.is/static/files/Ferill_Endurhaefingarsj-6.pdf


Til baka