102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Opið bréf frá hjúkrunarfræðingum á St.Jósefsspítala//

Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar á St.Jósefsspítala í Hafnarfirði hafa sent opið bréf til heilbrigðisráðherra með ósk um birtingu í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Í bréfinu kemur meðal annars fram að þó að það hafi ekki komið fram opinberlega sé í raun búið að taka ákvörðun um að loka skurðdeild sjúkrahússins.

Í bréfinu er lögð sérstök áhersla á að ef af þessari lokun verður sé það aðför að heilbrigði kvenna. Á sjúkrahúsinu sé mikil starfsemi í kvenlækningum ásamt öðrum sérgreinum.  Sjúklingar séu meðal annars konur með ýmis vandamál í grindarbotni til dæmis vegna þvagleka, legsigs og endaþarmssigs. Mikil fagleg þekking og áratuga reynsla fari forgörðum ef þessari starfsemi verði hætt. 

 

Bréfritarar hafa óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra og gera ráð fyrir að fá að hitta hann áður en formleg ákvörðun verður tekin um framtíð skurðdeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.

Undir bréfið skrifar Ragnhildur Jóhannsdóttir deildarstjóri fyrir hönd skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga.

 


Til baka