102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Hátíðarhöld í tilefni 90 ára afmælis Fíh//

Búið er að opna vefsvæði fyrir 90 ára afmæli félagsins. Þar er m.a. að finna dagskrá afmælisþingsins sem haldið verður á Grand Hótel dagana 20.-21. nóvember n.k. Fræðsludagskrár fagdeildanna eru að tínast inn þessa dagana og eru félagsmenn hvattir til að skoða vefsvæðið reglulega þar sem upplýsingar eru settar inn jafnóðum og þær berast. Gert er ráð fyrir að þinggestir geti farið milli sala og hlustað á þá fyrirlestra sem þeir hafa áhuga á.  Þátttökugjald er kr. 3.500.- og er innifalið í því dagskrá báða dagana, kaffi og léttur hádegisverður á föstudeginum. Nauðsynlegt er að skrá sig á afmælisþingið og greiða þátttökugjaldið fyrirfram.

Og svo er að mæta í afmælisboðið föstudaginn 20. nóv. kl. 17:00-19:00 í Laugardalshöllinni og gleðjast með góðum.

 

 


Til baka