102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Hjúkrunarráð Landspítalans varar við þeim afleiðingum sem stórfelldur niðurskurður á Landspítala getur haft í för með sér.//

Hjúkrunarráð Landspítalans hefur sent frá sér ályktun þar sem stjórnvöld eru vöruð við þeim afleiðingum sem stórfelldur niðurskurður á Landspítala getur haft í för með sér.

"Þegar litið er til þess að spítalanum er gert að lækka rekstrarkostnað um 6% milli ára og að rekstarhalli síðasta árs var 3% er ljóst að segja verður upp starfsfólki og loka deildum með tilheyrandi áhrifum á þá bráða- og grunnþjónustu sem spítalinn veitir sjúklingum á landsvísu.

Hjúkrunarráð bendir sérstaklega á að verði hjúkrunarfræðingum fækkað geti það ógnað öryggi sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt að sérþekking hjúkrunarfræðinga stuðlar ekki aðeins að betri þjónustu heldur getur fyrirbyggt innlagnir, stytt legutíma og komið í veg fyrir fylgikvilla og er þannig þjóðhagslega hagkvæm. Íslenska heilbrigðiskerfið stenst fyllilega samanburð við heilbrigðiskerfi annarra landa. Harkalegur niðurskurður mun stefna þeim árangri í hættu.

Mikilvægt er að tímabundnir erfiðleikar í íslensku efnahagslífi verði ekki til þess að stoðunum sé kippt undan heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Hjúkrunarráð skorar á stjórnvöld að standa vörð um íslenska heilbrigðiskerfið."


 


Til baka