102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur ráðin nýr forstjóri Krabbameinsfélags Íslands//

Ragnheiður Haraldsdóttir tekur við af Guðrúnu Agnarsdóttur sem forstjóri Krabbameinsfélags Íslands eftir áramótin og lætur þá jafnframt af störfum sem sviðsstjóri á sviði stefnumótunar heilbrigðismála í heilbrigðisráðuneytinu.

„Starf forstjóra Krabbameinsfélags Íslands  er bæði margþætt og mikilvægt og félagið er í fararbroddi baráttunnar gegn krabbameini hér á landi,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, í fréttatilkynningu.

Ragnheiður Haraldsdóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og er með MSc gráðu frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum og meistaragráðu í stjórnun á heilbrigðissviði frá McGill háskólanum í Kanada. Hún var aðstoðarhjúkrunarforstjóri og fræðslustjóri á hjúkrunarsviðs Landspítalans frá 1987-1994 en hefur síðan starfað í heilbrigðisráðuneytinu, nú síðast sem sviðsstjóri á sviði stefnumótunar heilbrigðismála.

Guðrún Agnarsdóttir lætur af störfum sem forstjóri Krabbameinsfélags Íslands að eigin ósk en hún hefur verið forstjóri Krabbameinsfélagsins frá árinu 1992, eða í 17 ár, en þar á undan átti hún sæti í framkvæmdastjórn Krabbameinsfélagsins í fjögur ár, frá 1988 til 1992

www.krabb.is

 


Til baka