102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Rjóður tekur formlega í notkun viðbótarhúsnæði til listmeðferðar//

Rjóður, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, tók í dag formlega í notkun viðbótarhúsnæði til listmeðferðar. Það samanstendur af myndlistarherbergi, nuddherbergi og viðtalsherbergi og er gjöf frá Velferðarsjóði barna.

Listmeðferðaraðstaðan er kærkomin viðbót við það húsnæði sem heimilið hefur yfir að ráða hjá Landspítala–Kópavogi, í húsi nr. 7 við Kópavogsbraut 5-7, en það húsnæði afhenti Velferðarsjóður barna fullbúið fyrir um sex árum. Þar er rými fyrir átta langveik börn í einu í endurhæfingu og aðhlynningu en alls nýta um 50 fjölskyldur á landinu öllu sér þjónustu Rjóðurs, þó ekki samfellt, að því er fram kemur í tilkynningu.

Heimasíða Rjóðurs.


Til baka