102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Heilbrigðisnefnd Alþingis kynntar hugmyndir um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu //


Verkið var unnið af hópi manna á vegum og undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Margt í niðurstöðum vinnuhópsins bendir til talsverðrar fjárhagslegrar hagkvæmni með tilflutningi verkefna milli sjúkrahúsanna á Suðvesturhorninu. Hefur í þessu sambandi verið talað um hálfs annars milljarðs króna fjárhagslegan sparnað á ári hverju. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar framkomnum upplýsingum vinnuhópsins og segir að þær nýtist þeim sem ákvarðanir taki. Hún segir að nú verði farið yfir tillögur starfshópsins með viðkomandi stofnunum. Ráðherra leggur jafnfram áherslu á að í þessu sambandi þurfi að horfa til fleiri þátta en þess fjárhagslega, það þurfi að horfa til sjúklinganna, þæginda og velferðar þeirra.

Sjá nánar skýrslu vinnuhópsins: Endurskipulagning sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu  

Frétt frá heilbrigðisráðuneytinu


Til baka