102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Vilt þú verða álitsgjafi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga?//

Fagsvið Fíh auglýsir eftir sérfræðingum í hjúkrun sem vilja gefa kost á sér til álitsgjafa fyrir hönd félagsins.

Verið er að mynda teymi álitsgjafa sem félagið getur leitað til vegna ýmis konar faglegra málefna. Í dag leitar félagið aðallega til fagdeilda, sem samkvæmt lögum félagsins, skulu vera stjórn félagsins og nefndum til ráðgjafar. Nú hyggst félagið stíga næsta skref og koma á fót teymi sérfræðinga í hjúkrun sem vilja gefa kost á sér til álitsgjafa fyrir hönd félagsins.
Nánari útfærsla á starfsháttum og skipulagi teymisins er í vinnslu. Sérfræðingar í hjúkrun sem vilja vera með í teyminu eru hvattir til að hafa samband við sviðstjóra fagsviðs í netfangið adalbjorg@hjukrun.is


Til baka