102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Bjarni Ingvarsson ráðinn umsjónarmaður orlofssjóðs//

 

 

Bjarni Ingvarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður eigna orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í 30% starfi. Talsverður áhugi var á starfinu en 70 sóttu um.

Hlutverk umsjónarmanns er að sjá um eftirlit og viðhald á eignum sjóðsins.

Hann mun taka út nýja leigukosti áður en samið er um leigu og skoða reglulega orlofshús og íbúðir í eigu félagsins. Þá mun hann sjá um viðhald, hafa samband við iðnaðarmenn o.fl.

 

Ekki er ætlast til að félagsmenn hafi beint samband við Bjarna heldur fara allar viðhaldsbeiðnir gegnum skrifstofu félagsins. Þó mun hann sinna ákveðinni neyðarþjónustu. Símanúmer vegna þessa er að finna á leigusamningunum sem félagsmenn eru hvattir til að prenta út þegar orlofshús eða íbúðir eru pantaðar.


Til baka