102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Viðhorfskönnun framundan meðal félagsmanna //

Kæri félagsmaður.


Stjórn, formaður og starfsmenn Fíh telja mikilvægt að félagið standi öflugan vörð um núverandi hagsmuni félagsmanna og vinni markvisst að því að efla hjúkrunarfræðinga enn frekar.

Frá því í haust hefur verið unnið að skipulagningu verkefnis sem miðar að því að gera þennan hluta af starfsemi félagsins jafnvel enn sterkari enn áður. Til að vinnan við verkefnið verði eins mikið í þágu hjúkrunarfræðinga og nokkur kostur er teljum við nauðsynlegt að kanna hug félagsmanna sjálfra til málefna sem varða kjör og aðra mikilvæga hagsmuni.

Á næstunni verður sett upp netkönnun í því skyni að fá álit félagsmanna á 16 spurningum sem varða hagsmuni hjúkrunarfræðinga. Niðurstöðurnar verða meðal annars notaðar í starfinu sem er framundan.

Mikilvægt er að sem flestir taki þátt þannig að könnunin endurspegli hug sem flestra félagsmanna. Vil ég því hvetja sem flesta til þátttöku. Þín skoðun er mikilvæg.

Með kærri kveðju,

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður


Til baka