102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga leggur áherslu á heilsueflandi aðgerðir//

Stjórn Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga hefur samþykkt að leggja áherslu á heilsueflandi aðgerðir til að hafa jákvæð áhrif á þróun samfélagsheilsu. Þetta er gert með heilsuverkefni sem kallað er ,, Hreysti 2020.“  Verkefninu er stjórnað af Sólfríði Guðmundsdóttur Phd lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingi.

Markmið verkefnisins er að draga úr tíðni áunninna sjúkdóma með skipulagðri heilsuvæðingu. Í stuttu máli sagt verður það gert með þverfaglegri samvinnu fagfólks og með því að hvetja einstaklinga, fjölskyldur, vinnustaði og stjórnvöld til að velja heilsusamlegt líf. Vilji og samstarf hjúkrunarfræðinga til að hafa áhrif í þessa átt getur skipt sköpum fyrir heilsufar þjóðarinnar.

Hreysti 2020 er á undirbúningsstigi og hjúkrunarfræðingar sem vilja vera með í undirbúningshópi eru velkomnir.  Vinsamlega sendið tölvupóst á solfridur@heil.is

Fyrsta skrefið í verkefninu er að bjóða hjúkrunarfræðingum upp á námskeiðið ,,Veljum vellíðan´‘   sem er átta vikna heilsunámskeið fyrir félagsmenn til að efla heilsuna og læra nýjar aðferðir til að hjálpa fólki til sjálfshjálpar.  Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni http://www.heil.is/is/namskeid/heilsueflinghjukrunarfraedinga                                                           

Fjöldi þátttakenda takmarkast við 16 manns, skráning á hjukrun.is


Til baka