102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fundur um tap lífeyrissjóðanna //


Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar til fundar um niðurstöður skýrslunnar um fjárfestingar lífeyrissjóða. Fundurinn verður þriðjudaginn 21. febrúar kl. 15:00 á Grand hóteli í Reykjavík.

Fyrir tæpri viku kom út skýrsla úttektarnefndar um fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi í október 2008. Meginniðurstaða nefndarinnar var að lífeyrissjóðirnir hafi tapað 480 milljörðum króna. Mat nefndarinnar er að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) hafi tapað 101 milljarði króna. Samanlagt eru LSR og LH stærsti lífeyrissjóður landsins. Hlutfallslegt tjón sjóðanna var sambærilegt við það sem varð að meðaltali hjá lífeyrissjóðunum í heild.

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar hér með til fundar um niðurstöður skýrslunnar þriðjudaginn 21. febrúar kl. 15:00 á Grand hóteli í Reykjavík. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR/LH kynnir niðurstöðurnar og svarar fyrirspurnum. Notaður verður fjarfundabúnaður þannig að félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geti setið fundinn. Fjarfundur verður á

Heilbrigðisstofnun Austurlands, Giljasal
Heilbrigðisstofnunina Blönduósi
Heilbrigðisstofnunina Fjallabyggð, Siglufirði
Sjúkrahúsið á Akureyri. Kennslustofa FSA á 2. hæð


 Til að auðvelda skipulagningu eru félagsmenn sem hyggjast sitja fundinn beðnir um að skrá sig á www.hjukrun.is, eigi síðar en 20 febrúar kl. 12:00. Félagsmönnum verður sent upplýsingabréf um lífeyrismálin í næstu viku. Þeir eru einnig hvattir til að fylgjast með fréttum um þessi mál á vef LSR og LH, www.lsr.is.


Til baka