Prenta síðu

Fréttasafn eftir mánuðum//

29.06.2011  //

Ráðstefnan HJÚKRUN 2011 eftirsótt af hjúkrunarfræðingum

Á ráðstefnunni verður boðið upp á 80 erindi, 9 vinnusmiðjur og 40 veggspjaldakynningar

29.06.2011  //

Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga veturinn 2011-2012

Hafinn er undirbúningur að námskeiðahaldi félagsins næsta vetur. Hjúkrunarfræðingum gefst kostur á að halda námskeið fyrir félagsmenn eða koma með hugmyndir að námskeiðum.

28.06.2011  //

Samningur Fíh og Reykjavíkurborgar samþykktur

Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar, sem undirritaður var 21. júní sl., var samþykktur einróma á fundi í dag. Á kjörskrá voru 45, atkvæði greiddu 11 eða 24,4%. Já sögðu 11 eða 100%.

28.06.2011  //

Nýr pistill formanns "Á vaktinni"

Í pistli sínum "Á vaktinni" fagnar formaður Fíh yfirlýsingum Sigurðar Guðmundssonar, forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ um endurskoðun heilbrigðisþjónustunnar í ljósi læknaskorts.

27.06.2011  //

Samningur Fíh og Reykjalundar samþykktur

Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar, sem undirritaður var 21. júní sl., var samþykktur einróma á fundi í dag.

21.06.2011  //

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um FSA

Í dag kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar um skipulag, stefnu og stjórnun á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Formaður Fíh fjallar stuttlega um skýrsluna í pistli sínum " Á vaktinni".

21.06.2011  //

Skrifað undir kjarasamning við Reykjavíkurborg

Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar var undirritaður í dag. Samningurinn er á sambærilegum grunni og kjarasamningurinn við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Kjarasamningurinn verður kynntur þeim félagsmönnum sem starfa hjá Reykjavíkurborg þriðjudaginn 28. júní kl. 16.30

21.06.2011  //

Kynningar- og kjörfundur um kjarasamning Fíh og Reykjalundar

Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar var undirritaður í dag. Samningurinn er á sambærilegum grunni og kjarasamningurinn við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

20.06.2011  //

Prófun á auglýsingafleti www.hjukrun.is

Í dag 20 júni fara fram prófanir á auglýsingafletinum hér að ofan. Vanti auglýsingu í flötinn er það vegna þessara prófana. Vinsamlega sýnið biðlund og prófið aftur síðar.

20.06.2011  //

Kjarasamningur Fíh við ríkið samþykktur með 67,79% atkvæða

Í dag, mánudaginn 20. júní kl. 09:59, lauk atkvæðagreiðslu meðal þeirra félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, er starfa á kjarasamningi 661 milli Fíh og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, um samkomulag aðila frá 4. júní sl. Alls voru 2.043 félagsmenn á kjörskrá. Af þeim greiddu 922 atkvæði eða 45,13%. Já sögðu 625 eða 67,79% en nei sögðu 297 eða 32,21%. Samkomulagið var því samþykkt með meirihluta atkvæða

20.06.2011  //

Kjarasamningur Fíh við Samband íslenskra sveitarfélaga samþykktur með 85,19% atkvæða

Í dag, mánudaginn 20. júní kl. 09:59, lauk atkvæðagreiðslu meðal þeirra félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, er starfa á kjarasamningi milli Fíh og Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samkomulag aðila frá 6. júní sl. Alls voru 59 félagsmenn á kjörskrá. Af þeim greiddu 27 atkvæði eða 45,76%. Já sögðu 23 eða 85,19% en nei sögðu 4 eða 14,81%. Samkomulagið var því samþykkt með meirihluta atkvæða.

16.06.2011  //

Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög

Þar sem kynningu fyrir félagsmenn á nýgerðum kjarasamningum félagsins við ríkið og sveitarfélögin er lokið hafa þeir nú verið birtir á hér á vefsvæðinu undir Kjarasviði

15.06.2011  //

Styrkir til rannsóknaverkefna doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum

Stjórn Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Heildarupphæð styrkja er 1 milljón króna. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2011.

15.06.2011  //

Nýr kjarasamningur Fíh og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu var undirritaður í dag

Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem var undirritaður í dag er á sambærilegum grunni og kjarasamningur við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs

09.06.2011  //

Ragnheiður Gunnarsdóttur kjörin varaformaður Fíh

Ragnheiður Gunnarsdóttir var kjörin varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfsárið 2011-2012 á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins þann 7. júní. Kristín Thorberg var kjörin gjaldkeri stjórnar og Þórunn Sævarsdóttir ritari.

09.06.2011  //

Tímarit hjúkrunarfræðinga komið út

Nýtt tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga er nú komið á vefinn. Það verður borið í hús um miðja næstu viku.

08.06.2011  //

Kynningarbréf og veflyklar vegna nýgerðra kjarasamninga send út á morgun

Verið er að leggja lokahönd á kynningarbréf og veflykla vegna atkvæðagreiðslna um kjarasamninga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og við Samband íslenskra sveitarfélaga. Öll bréf verða send með pósti á fimmtudag til þeirra sem þiggja laun samkvæmt þessum kjarasamningum.

07.06.2011  //

Kynningarfundir vegna nýgerðra kjarasamninga

Kjarasvið hefur skipulagt kynningarfundi vegna þeirra kjarasamninga sem hafa verið undirritaðir. Fundirnir verða haldnir í Reykjavík, Akureyri og í fjarfundi til þeirra staða sem þess óska. Fundaráætlun er sem hér segir:

07.06.2011  //

Landlæknir sendir frá sér tilmæli um bólusetningar heilbrigðisstarfsmanna

Tilgangur þessara tilmæla sem gefin eru með stoð í sóttvarnalög er að tryggja heilbrigði heilbrigðisstarfsmanna sjúkrastofnana og öryggi sjúklinga með því að minnka líkur á útbreiðslu farsótta á sjúkrastofnunum

06.06.2011  //

Skrifað undir samning við Samband íslenskra sveitafélaga

Samningurinn er að mestu á sambærilegum grunni og kjarasamningar á almennum markaði og samningur félagsins við ríkið en í honum er þó í fyrsta sinn samið um laun hjúkrunarnema sem hlutfall af launum nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga.

04.06.2011  //

Nýr kjarasamningur undirritaður í nótt eftir rúmlega 13 klst. samningalotu

Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs var undirritaður rétt fyrir kl 3 í nótt. Samningurinn er á sambærilegum grunni og samningar á almennum markaði.

03.06.2011  //

Samninganefndir hafa setið á fundi hjá sáttasemjara í 8 klst.

Nú kl 22 á föstudagskvöldi sitja samninganefndir Fíh og ríkisins á fundi hjá sáttasemjara og leita allra leiða til að ná saman um kjarasamning. Samningafundurinn hófst kl 14.00.

01.06.2011  //

Fundargerð aðalfundar hefur verið birt

Samkvæmt lögum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skal birta fundargerð aðalfundar félagsins á vefsvæði félagsins og veita fundarmönnum tveggja vikna frest til að gera athugasemdir við fundargerðina. Að þeim tíma liðnum telst fundargerðin samþykkt og skal birta hana ásamt athugsemdum á vefsvæði félagsins.