Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Upplýsingar fyrir trúnaðarmenn

Fræðsla

Fíh heldur reglulega námskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins. Námskeiðin eru tvenns konar, annars vegar grunnnámskeið fyrir trúnaðarmenn og hins vegar námskeið fyrir reynda trúnaðarmenn. Á námskeiðunum er farið yfir helstu atriði sem felast í hlutverki trúnaðarmanna. Námskeiðið er opið öllum trúnaðarmönnum Fíh og eru auglýst á heimasíðu Fíh.

Grunnupplýsingar um kjarasamninga fyrir trúnaðarmenn hjá ríki, borg og sveitarfélögum 
Helstu atriði kjarasamninga

Kosning trúnaðarmanna

Trúnaðarmaður er kosinn til tveggja ára í senn en ekki er kveðið á um það í lögum hvernig standa skuli að kosningu. Misjafnt getur verið eftir stéttarfélögum hvernig staðið er að kosningu trúnaðarmanna.

Mikilvægt er að hafa í huga að eftir tvö ár rennur kjörtímabil trúnaðarmanns út. Ef trúnaðarmaður er ekki endurkjörinn missir hann þá vernd og réttindi sem hann annars nýtur samkvæmt lögum.

 

Tilkynning um trúnaðarmann og fjöldaviðmið við kosningu

Á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm félagsmenn starfa er starfsmönnum heimilt að kjósa einn trúnaðarmann úr sínum hópi. Á vinnustöð þar sem 50 félagsmenn eða fleiri starfa má kjósa tvo trúnaðarmenn. Trúnaðarmaður telst ekki fá réttarstöðu og lögbundna vernd trúnaðarmanns nema kosning hans hafi verið tilkynnt vinnuveitanda skriflega og sannanlega. Það er því mjög mikilvægt að kjörnir trúnaðarmenn gæti þess að tilkynningaskyldu sé fylgt eftir með eftirfarandi eyðublaði:

Tilkynning um trúnaðarmann Tilkynning um afsögn trúnaðarmanns

 

Skyldur trúnaðarmanns

Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélags á vinnustað og er hlutverk hans m.a. að gæta þess að samningar séu haldnir á vinnustaðnum og lög ekki brotin á félagsmönnum. Trúnaðarmanni ber því að vera upplýstur um ný og breytt kjaraatriði hverju sinni og að upplýsa félagsmenn um kjör þeirra.

Trúnaðarmaður tekur við kvörtunum og fyrirspurnum félagsmanna, rannsakar efni þeirra og krefur vinnuveitanda um lagfæringar þegar þess gerist þörf.

 

Réttindi trúnaðarmanna gagnvart vinnuveitanda

  • Trúnaðarmenn eiga rétt til að rækja skyldur sínar í vinnutíma sbr. 29. gr laga nr.94/1986
  • Trúnaðarmenn eiga ekki að gjalda þess að gegna stöðu trúnaðarmanns gagnvart vinnuveitanda skv. 30. gr. sömu laga
  • Trúnaðarmenn eiga rétt á upplýsingum um lausar stöður, ráðningarkjör og umsækjendur hjá vinnuveitanda.
  • Trúnaðarmanni er heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnur og námskeið á vegum stéttarfélagsins í allt að eina viku einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum.  Þeir sem eru í samninganefnd fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum.  Tilkynna skal yfirmanni stofnunar með eðlilegum fyrirvara um slíkar fjarvistir.
  • Óheimilt er að flytja trúnaðarmann í lægri launaflokk meðan hann gegnir starfi trúnaðarmanns
  • Sé trúnaðarmaður valinn úr hópi starfsmanna sem ráðnir eru með uppsagnarfresti skal hann að öðru jöfnu sitja um að halda vinnunni.

 

Ákvæði um trúnaðarmenn í samningum og lögum

Lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur

Lög nr. 94/1986 um kjarasamning opinberra starfsmanna

Samkomulag um trúnaðarmenn hjá ríki, Reykjavíkurborg og ýmissa sjálfseignastofnana, frá 1989

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála